Hægt er að sækja Word Perfect útgáfu af skjalinu, sjá upplýsingar um uppsetningu á Netscape fyrir Word Perfect skjöl.

1993--94. -- 1063 ár frá stofnun Alþingis.

117. löggjafarþing. -- 277 . mál.

431. Nefndarálit og 278.


um frv. til l. um breyt. á l. nr. 76/1987, um Iðnlánasjóð, með síðari breytingum, og frv. til l. um iðnaðarmálagjald.

Frá iðnaðarnefnd.


    Nefndin hefur fjallað um málin og með vísan til 1. mgr. 30 gr. þingskapa skilar hún einu áliti um þau bæði. Frumvörpin eru flutt vegna þess að aðstöðugjald, sem hefur verið notað sem gjaldstofn bæði iðnlánasjóðsgjalds og iðnaðarmálagjalds, hefur verið fellt niður. Með frumvarpinu er gjöldunum markaður nýr gjaldstofn.
    Nefndin fékk á sinn fund til viðræðna um málið Finn Sveinbjörnsson, skrifstofustjóra í iðnaðarráðuneytinu, Pál Ásgrímsson, lögfræðing í sama ráðuneyti, og Svein Hannesson, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins. Þá barst nefndinni afrit af bréfi Samtaka íslenskra hugbúnaðarfyrirtækja þar sem lýst er stuðningi við frumvarpið.
    Nefndin mælir með samþykkt frumvarpsins en þeir nefndarmenn, sem rita undir álitið með fyrirvara, áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum er fram kunna að koma.

Alþingi, 16. des. 1993.


Svavar Gestsson,
Pálmi Jónsson,
Tómas Ingi Olrich.

form., með fyrirvara.
frsm.


Sigríður A. Þórðardóttir.
Guðjón Guðmundsson.
Valgerður Gunnarsdóttir.


Kristín Einarsdóttir,
Elín R. Líndal,
Finnur Ingólfsson,

með fyrirvara.
með fyrirvara.
með fyrirvara.